Casemiro mun ganga í raðir Manchester United í sumar en hann er við það að semja við félagið.
Man Utd er búið að ná samkomulagi við Real Madrid um kaupverð en leikmaðurinn á eftir að ná saman við félagið um kaup og kjör.
Blaðamaðurinn Tomas Gonzalez segir frá því að Casemiro sé meðvitaður um það að hann sé að taka skref til baka á ferlinum.
Þessi þrítugi leikmaður vill fá nýja áskorun á ferlinum og hjálpa Man Utd að komast á fyrri stað eftir mörg erfið ár.
Gengi Man Utd hefur verið afar slæmt í mörg ár en liðið er það sigursælasta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 13 deildarmeistaratitla.
🚨 Casemiro is aware that he is taking a step backwards sporting wise by joining Manchester United, but he wants to take the club back to their old glory.
(Source: @tgm46 / @MadridXtra]
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 19, 2022