Þórir Rafn Þórisson, leikmaður Kórdrengja, hefur spilað með liðinu alvarlega meiddur í yfir tvo mánuði.
Þetta staðfestu Kórdrengir í færslu á Facebook í gær en þar er tekið fram að Þórir hafi slitið krossband þann 16. júní síðastliðinn.
Kórdrengir fengu hins vegar ekki staðfestingu á þessum meiðslum fyrr en í gær og fer leikmaðurinn í aðgerð í næstu viku.
Þórir er markahæsti leikmaður Kórdrengja en hann mun ekki spila meira með liðinu á tímabilinu.
Kórdrengir benda á að um harðasta leikmann sumarsins sé að ræða en hann hefur skorað níu mörk í 18 leikjum í sumar.