Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, lenti í leiðinlegu atviki í gær er Blikar spiluðu við HK í Mjólkurbikar karla.
Damir var kallaður ‘pedo’ af stuðningsmönnum HK en það er enskt slanguryrði yfir barnaníðing.
Þessi hróp mátti heyra í fyrri hálfleiknum í 1-0 sigri Blika en stuðningsmenn HK fengu tilkall þegar flautað var til leikhlés.
Barnsmóðir Damir, Lena María, tjáði sig um upplifun sína í gær en hún var mætt á völlinn ásamt syni þeirra, Andra.
,,4 ára Andrinn okkar er á vellinum að horfa á pabba sinn sem hann lýtur mjög upp til. Sem betur fer skilur hann ekki hvað verið er að syngja um hann en þetta er ógeðslega ljótt og á ekki heima neinsstaðar,“ skrifar Lena á Twitter síðu sinni.
Nacho Heras, leikmaður Keflavíkur, svarar færslu Lenu og segir að um eðlileg köll sé að ræða á þessum velli, Kórnum, þar sem HK-ingar spila sína leiki.
Það er á hreinu að stuðningsmenn HK fara þarna langt yfir strikið og gætu átt von á refsingu frá knattspyrnusambandinu.
4 ára Andrinn okkar er á vellinum að horfa á pabba sinn sem hann lýtur mjög upp til. Sem betur fer skilur hann ekki hvað verið er að syngja um hann en þetta er ógeðslega ljótt og á ekki heima neinsstaðar. pic.twitter.com/STdk5AkdgJ
— Lena María (@lenamariaar) August 19, 2022