fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Gísli með létt skot á Víkinga: Ég skil ekki hvaða væl þetta var – Var sjálfur í þessu sem krakki

Victor Pálsson
Föstudaginn 19. ágúst 2022 22:16

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Eyjólfsson ræddi við RÚV í kvöld eftir leik Breiðabliks og HK í Mjólkurbikar karla.

Breiðablik vann þennan leik 1-0 í Kórnum og mun spila við Víking Reykjavík í undanúrslitunum.

Gísli segir að verkefni kvöldsins hafi verið erfitt en leikmenn voru meðvitaðir um það fyrir upphafsflautið.

,,Þetta var virkilega erfiður leikur, við vissum að HK-ingar myndu koma vel stemmdir og gíraðir til leiks, það er alltaf gaman í Kópavogsslag,“ sagði Gísli við RÚV.

,,Við þurftum að hafa fyrir fyrsta markinu, þeir voru þéttir til baka og við þurftum að hafa okkur alla við til að ná þessu marki. Við náðum ekki að ganga frá þessu en sem betur fer dugði eitt mark.“

Gísli var svo spurður út í næsta verkefni gegn Víkingum í undanúrslitunum en hann hafði ekki heyrt af drættinum fyrir viðtalið.

Hann var einnig spurður út í atvikið sem átti sér stað í síðasta leik liðanna er Blikar voru gagnrýndir fyrir að nota boltastráka til að tefja leikinn.

,,Já ókei bara geggjað að fá rematch. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir til að spila, við bestu liðin.“

,,Ég veit ekki hvaða væl þetta var, ég var sjálfur í þessu þegar ég var lítill boltasækjari. Maður gerir allt til að vinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals