fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Tekjulistinn í heild sinni: Jón hæstlaunaður í fjármálageiranum

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 13:10

Myndin er samsett - Frá vinstri: Birna, Jón og Benedikt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur eflaust fáum á óvart að topparnir í fjármálageiranum séu með góð mánaðarlaun. Þau fimm sem voru með hæstu mánaðarlaunin í geiranum árið 2021 eru öll með yfir 4 milljónir á mánuði.

Sá sem trónir þó á toppnum er með nokkuð meira en það er hann Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða. Jón var með 5,66 milljónir í mánaðarlaun árið 2021 en enginn annar á listanum nær að slefa upp í 5 milljónirnar. Næstur á eftir honum kemur Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, með 4,5 milljónir á mánuði og á eftir honum kemur Óskar Magnússon, rithöfundur og fjárfestir, með rúmlega 4,4 milljónir á mánuði.

Hægt er að sjá tekjulistann í heild sinni hér

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri fjárfestingafélagsins SKEL og fyrrum aðstoðarbankastjóri Arion banka, var með rúmar 4,2 milljónir á mánuði og sömu sögu er að segja af Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, en hún var einnig með rúmar 4,2 milljónir.

Jón Sigurðsson stjórnarformaður Stoða   5.660.446
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka   4.513.057
Óskar Magnússon rithöfundur og fjárfestir   4.430.510
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason forstjóri SKEL fjárfestingafélags og fyrrum aðstoðarbankastjóri Arion banka   4.230.731
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka   4.213.606
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför