fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
HelgarmatseðillMatur

Girnilegur og hollur helgarmatseðill úr smiðju Ásdísar fasteignasala

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 19. ágúst 2022 13:00

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali býður hér upp á girnilegan og hollan helgarmatseðil af bestu gerð. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Ósk Valsdóttir, fasteignasali og lífskúnstner á heiðurinn af helgarmatseðlinum að þessu sinni. Hér er á ferðinni girnilegur og hollur helgarmatseðill sem steinliggur.

Ásdís Ósk hefur verið að tileinka sér hreint fæði og fjölbreytt fæði fyrir liðlega tveimur árum og hefur fundið mikinn mun á sér. Ásdís Ósk og sonur hennar hafa verið að þróa sínar eigin uppskriftir og eru meðal annars með matarblogg. Síðan ber heitið www.cleanlife.‌is og tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar að halda utan um sínar uppskriftir þannig að þegar sonurinn flytur að heiman þá þurfi hún ekki að hringja í hann og hins vegar að byggja upp gott safn af hollum uppskriftum sem allir geta nýtt sér. Ásdís er með mörg járn í eldinum, hún á sína eigin fasteignasölu, Húsaskjól og er iðulega með puttanum á púlsinum þegar kemur að bæta þjónustuna og finna nýja leiðir gegnum tæknina til að gera viðskiptavinum auðveldara fyrir. Hvort sem það er að kaupa eða selja fasteigna eða fá góð ráð þegar á að kaupa eða selja.

Það er engin lognmolla kringum Ásdísi Ósk og nóg af verkefnum framundan sem og ferðalögum út um allan heim. „Það hellingur framundan hjá mér. Ég er að fara til Ítalíu í tíu daga, átti að vera að fara í járnkarl en er ennþá að glíma við long Covid sem sló mig út þannig að ég fer bara sem áhorfandi og æfi mig í ítölsku í DuoLingo. Síðan fer ég beint til Portúgal á ráðstefnu þar sem Upplýsingakerfi Húsaskjóls sem ég hef hannað síðustu tvö ár og látið útfæra er að keppa um bestu tækninýjungina í fasteignageiranum,“ segir Ásdís Ósk.

„Um jól og áramót verð ég síðan í Jógasetri í Mið Ameríku í regnskógi þar sem ég ætla að njóta þess að núllstilla mig, íhuga, prófa jóga, borða vegan í tvær vikur og afkúpla mig alveg frá umheiminum og áreiti. Tek með mér einn bakpoka sem fer í handfarangur sem verður væntanlega stærsta áskorunin. Þarna ætla ég að plana næsta ár og setja markmið fyrir mig og fyrirtækið og stefnan er síðan sett á IronMan og Maraþon 2023 sem ég þurfti að slá af þetta árið vegna Covid. Síðan var ég að fá boð um að tala á ráðstefnu í Vegas um heilbrigt líferni sem ég er aðeins að skoða,“ segir Ásdís Ósk full tilhlökkunar.

Ásdís Ósk hefur verið að sýna frá ótrúlega girnilegum réttum á Instagram síðu sinni og elsti sonur hennar hefur hjálpað henni að elda frá grunni. Þau einblína þau á fjölbreytta og holla matseld. Hægt er að fylgjast með matarbloggi Ásdísar á Instagram síðu hennar @asdisoskvals

Ásdís Ósk býður hér lesendum matarvefs DV.is upp á helgarmatseðilinn að þessu sinni með nokkrum af sínum uppáhalds réttum en hún leggur mikla áherslu að vera með hreint gæða hráefni sem eldað er frá grunni.

„Dásamlegt er að fá sér gott frækex og gott pestó í forrétt eða sem smakk fyrir matinn.“

Rautt vegan pestó syndsamlega gott

https://cleanlife.is/uppskrift/rautt-vegan-pesto

„Aðalréttur með girnilegu og hollu meðlæti sem slær í gegn.“

Nautakjöt með aspas og tómötum

https://cleanlife.is/uppskrift/nautakjot-med-aspas-og-tomotum

https://cleanlife.is/uppskrift/ponnusteiktur-aspas

https://cleanlife.is/uppskrift/ofnbakadir-tomatar

„Einn af mínum uppáhalds eftirréttum.“

Avókadómús

https://cleanlife.is/uppskrift/avovadomus

Njótið vel og gleðilega menningarnótt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum