fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Barnabarn drottningarinnar vann í láglaunastarfi í sumar

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 19. ágúst 2022 10:19

Frá krýningarafmæli drottningarinnar á þessu ári - Lafði Louise er næst lengst til hægri - Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að verðbólgudraugurinn sé búinn að hrella heimsbyggðina að undanförnu þá bjóst enginn við því að sjá meðlim bresku konungsfjölskyldunnar í láglaunastarfi í sumar. Það reyndist þó vera raunin því lafði Louise Windsor, 18 ára barnabarn Elísabetar Bretlandsdrottningar, vann í garðyrkjubúð í sumar. Frá þessu greinir The Sun.

Lafði Louise tók við starfinu á meðan hún beið eftir prófniðurstöðunum sínum en ljóst er að þær voru nokkuð góðar þar sem hún er komin með pláss í enskunámi í St Andrews háskólanum. Einungis 8.35% þeirra sem sækja um inngöngu í skólann komast í hann og til þess að komast í enskunámið þurfa nemendur að vera með að minnsta kosti tvær A-einkunnir og eina B-einkunn.

Það kom fólki sem verslaði í garðyrkjubúðinni á óvart þegar það var afgreitt af konungsbornu stúlkunni. „Ég veit að greiðslubyrði heimilanna hefur aukist en ég hefði aldrei trúað því að ég myndi sjá barnabarn drottningarinnar að vinna í garðyrkjubúð,“ segir einn viðskiptavinur lafðinnar í samtali við The Sun.

Talið er að launin fyrir vinnuna sem lafði Louise var í séu í kringum 6,8 pund á tímann, það eru einungis um 1.130 í íslenskum krónum. Samkvæmt heimildum The Sun var lafði Louise að hjálpa til á kassanum í búðinni auk þess sem hún heilsaði viðskiptavinum og sá um plönturnar. „Ég trúði því ekki að þetta væri lafði Louise,“ segir annar viðskiptavinur sem afgreiddur var af konungsbornu stúlkunni.

„Hún er mjög hógvær og indæl ung kona sem er kurteis og umhyggjusöm þegar kemur að viðskiptavinunum. Hún virtist elska starfið. Ég hefði aldrei ímyndað mér að barnabarn drottningarinnar myndi taka starfi þar sem hún væri að vinna á kassa.“

Lafði Louise ásamt foreldrum sínum og bróður – Mynd/EPA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu