fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Fólk er þvingað til að kaupa tæki „sem það ýmist hefur ekki efni á, skilur ekki eða vill ekki eiga“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. ágúst 2022 09:44

Karl Th. Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir í vikunni af vandræðum úkraínskra mæðra við að skrá börn sín í íslenska grunnskóla því viðkomandi notaði ekki rafræn skilríki urðu Karli Th. Birgissyni, pistlahöfundi Fréttablaðsins, tilefni til að hjóla í snjalltækjavæðinguna sem hann segir að séu mannskemmandi reglur sem hafi smám saman gerst æ verri.

Vissulega séu rafræn skilríki flestum til þæginda og hægðarauka en útundan sé hópar sem að ekki noti snjallsíma að einhverjum ástæðum. Til að mynda fátækt fólk sem á ekki ráð á þessum tækjum og eldri borgarar sem hafi ekki tileinkað sér tæknina.

„Ástæður þess geta verið veikindi, elli, fötlun, glöp eða hvað annað sem þið tínið upp úr hattinum, og er alls ekki nefnt hér þessu fólki til hnjóðs.

Ég talaði á dögunum við konu sem vinnur með geðfötluðum, sumum mjög veikum. Þar verður reglulega krísa af því að það þarf rafræn skilríki til að fá mikilvæga þjónustu, jafnvel bráðnauðsynleg lyf. Fólk í geðrofi notar ekki rafræn skilríki,“ skrifar Karl Th.

Hann segir að okkar viðkvæmasta fólki geldur fyrir vanhugsaðar ákvarðanir og spyr hver hafi eiginlega ákveðið að allur aðgangur að þjónustu eða jafnvel lífsbjargarúrræðum yrði rafrænt og ekkert annað.

„Svarið er sennilega „enginn. Það varð svo hipp og kúl að vera rafrænn og við ætluðum að vera langt á undan öllum hinum. Þannig var stemningin fyrir fáeinum árum á Íslandi,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn.

Enginn viti hvernig þróunin varð sú að fátækt fólk, gamalt eða veikt þarf að kaupa smátölvur af stórfyrirtækjum til að geta fengið eðlilega opinbera þjónustu.

„Með reglum sínum hefur ríkisvaldið þvingað fólk til þess að kaupa tæki, sem það ýmist hefur ekki efni á, skilur ekki eða vill ekki eiga. Til að hafa aðgang að þjónustu, sem var sjálfsögð og auðsótt fyrir tuttugu árum.Um þetta hefur aldrei verið rætt í kosningum. Aldrei nokkru sinni,“ skrifar Karl Th.

Hann segist alls ekki vera að mótmæla tækniframförum, sem að hans mati séu margar hverjar stórkostlegar.

„Ég geri hins vegar alvarlega athugasemd við að ákvarðanir ríkisvaldsins um þjónustu við fátæka og veika byggist á tækni sem engin þörf knýr á um.Börn á flótta komast ekki í skóla út af tölvunni. Veikt fólk þjáist vegna tölvunnar. Fátækt fólk getur ekki orðið almennilegir þátttakendur í samfélaginu af því að það getur ekki keypt sig inn í nýtilkomið rafrænt kerfi hins opinbera.Það eru ekki náttúrulögmál, heldur mannanna verk,“ skrifar Karl Th. og segir það mikilvægt verkefni annarra að leiðrétta vitleysuna.

Hér má lesa pistil Karls í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns