Vinirnir og raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj hafa slegið í gegn í raunveruleikaþáttunum Æði sem sýndir eru á Stöð 2. Fjórða þáttaröðin fór í loftið í sumar en í þáttunum er fylgst með daglegu amstri drengjanna.
Þeir njóta einnig mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og hafa tekið að sér önnur gigg, eins og að veislustýra og hreinlega mæta í partý. Til að mynda flaug Ölgerðin þá út til Prag í Tékklandi í maí síðastliðnum til að skemmta á árshátíð fyrirtækisins.
Tekjur þremenninganna hækkuðu talsvert frá árinu í fyrra. Aftur er Patrekur launahæstur en laun Bassa hækkuðu um rúmlega 120 þúsund krónur á mánuði, laun Binna hækkuðu um hundrað þúsund krónur á mánuði og laun Patreks hækkuðu um 150 þúsund krónur á mánuði.
Patrekur Jaime var með 421.954 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar 2021.
Binni Glee, eða Brynjar Steinn Gylfason eins og hann heitir fullu nafni, var með 277.298 kr. á mánuði.
Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, sem allir þekkja sem Bassa Maraj, var aðeins tekjuhærri með 368.378 kr. á mánuði.