Mánaðartekjur Eiðs Smára Guðjohnsen voru að meðaltali 1.871.987 krónur á mánuði á síðasta ári.
Eiður er í dag aðalþjálfari karlaliðs FH. Á síðasta ári starfaði hann þó sem aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands.
Laun Eiðs hækka mikið milli ára en á þarsíðasta ári voru laun hans 319.475 krónur. Hann var aðeins aðstoðarlandsliðsþjálfari hluta þess árs, auk þess að hann var þjálfari karlaliðs FH, ásamt Loga Ólafssyni.
Eiður hefur einnig takið að sér störf sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi fyrir enska boltann.
Hann er auðvitað ein mesta goðsögn í íslenskri knattspyrnusögu. Eiður lék hátt í hundrað A-landsleiki fyrir Íslands hönd og var lykilmaður í félögum á borð við Chelsea og Barcelona.