Hann sagðist ekki hafa reiknað með að Rushdie myndi lifa árásina af. „Þegar ég fékk að vita að hann hefði lifað af varð ég hissa,“ sagði hann.
Hann sagðist bera virðingu fyrir Ruhollah Khomeini, fyrrum æðstaklerki í Íran, sem gaf út dauðadóm yfir Rushdie í kjölfar útgáfu bókarinnar „Söngvar Satans“.
Matar vildi ekki svara því hvort árásin hafi verið sprottin af dauðadómnum en hann var afturkallaður af arftaka Ruhollah Khomeini síðar. „Ég ber virðingu fyrir æðstaklerkinum. Mér finnst hann góð mannsekja. Það er allt sem ég vil segja um það,“ sagði hann og bætti við að hann hefði aðeins lesið nokkrar síður í „Söngvum Satans“.
Matar stakk Rushdie um tíu sinnum. Rushdie var í bráðri lífshættu í upphafi og þurfti aðstoð öndunarvélar. Hann er laus úr henni nú og er á batavegi en fram undan er langt ferli við að ná bata. Hann mun missa sjónina á öðru auganu.
Matar var handtekinn strax eftir árásina. Hann neitar sök.