fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Guðni er ósáttur – „Þetta getum við Sunnlendingar ekki látið yfir okkur ganga“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er galið, þetta eru galin áform. Kötluvikurinn getur ekki verið svona dýrmætur, það stendur ekkert undir svona flutningum nema gull eða fíkniefni.“ Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi á Selfossi en hann er meðal fjölmargra Sunnlendinga sem eru ósáttir við og mótmæla fyrirætlunum þýsk-íslenska fyrirtækisins EP Power Minerals um stórfellda vikurflutninga langar leiðir á þjóðvegum landsins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum þá eru uppi áform um að drekkhlaðnir vörubílar aki eftir Suðurlandsvegi frá Hafursey við Hjörleifshöfða til Þorlákshafnar. Munu bílarnir aka á fimmtán mínútna fresti allan sólarhringinn.

„Öll leiðin frá Vík til Þorlákshafnar neitar að þetta geti gerst. Þetta getum við Sunnlendingar ekki látið yfir okkur ganga,“ sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið.

Hann benti á að gatnabrúnir á hluta vegkaflans kalli meira og minna á keðjunotkun vörubílanna allan veturinn. Þess utan beri vegurinn alls ekki svona mikla umferð og umferðaröryggi sé því stefnt í hættu.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum