fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

„Hróp á hjálp“ – Skefur ekki utan af því í umsögn um nýja bók Jared Kushner

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 22:00

Jared Kushner sést hér við hlið Donald Trump tengdaföður síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu dögum kemur bókin „Breaking History“ út en þetta er endurminningabók Jared Kushner og fjallar um tíma hans í Hvíta húsinu en hann var ráðgjafi tengdaföður síns, Donald Trump, á meðan hann gegndi forsetaembættinu. En miðað við það sem Dwight Garner, bókarýnir hjá The New York Times, segir þá er það algjör tímaeyðsla að lesa bókina.

Garner er greinilega brugðið yfir hversu léleg bókin er og segir að Kushner líkist brúðu og skrifi eins og brúða. Hann segir að umfjöllunarefnið sé „sérvalið“ þannig að Kushner skýri ekki frá óþægilegum hlutum.

Huffington Post og The Independent segja dóm hans vera „miskunnarlausan“.

Kushner er kvæntur Ivanka Trump, dóttur Donald Trump, og eiga þau þrjú börn. Þrátt fyrir að Kushner hafi haft stöðu ráðgjafa í Hvíta húsinu var hann einn valdamesti maðurinn þar. Sérstök verkefni hans voru að koma á friði í Miðausturlöndum og tryggja tengdaföður sínum endurkjör í kosningunum 2020. Hvorugt tókst.

Garner segir að bók Kushner sé „sálarlaus“ og skrifuð eins og um umsókn væri að ræða. „Málfarið er eins og um umsókn í háskóla sé að ræða. Týpísk setning: „Í umhverfi þar sem álagið er í hámarki, lærði ég að hunsa truflanir og þess í stað þrýsta á að árangur, sem bætir líf, næðist,“ segir Garner um bókina í dómi sínum.

Garner segir einnig að enginn skortur sé á frásögnum af hrósi sem Kushner segist hafa fengið í gegnum árin. Hann segi að fyrrum vinnufélagar hafi meðal annars kallað hann „snilling“, „frábæran“ og „einn besta lobbíistann“.

„Hróp á hjálp,“ eins og sálfræðingur myndi segja, segir Garner.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift