fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

„Ekki eignast barn fyrr en þið hafið tíma til að gera það sem er best fyrir barnið ykkar“

Eyjan
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um stöðu foreldra með ung börn í Reykjavík hefur líklega farið framhjá fáum og hafa ófáar greinarnar verið ritaðar um þetta málefni undanfarið, auk þess sem óánægðir foreldrar hafa mótmælt í ráðhúsi borgarinnar.

Mikill hiti er í mörgum, en foreldrar í borginni segjast langþreyttir á að vera drengir á asnaeyrum af borgarmeirihlutanum sem ítrekað hafi lofað upp í ermina á sér að borgin gæti veitt börnum foreldra sem eru að klára fæðingarorlof daggæslu og leikskólavist. Raunin hefur orðið önnur og eru margir foreldrar komnir í erfiða stöðu vegna vinnu- og tekjutaps.

Leikskólakennarinn Erla Bára Gunnarsdóttir bendir þó á aðra hlið í umræðunni. Hún bendir á hlið barnanna í grein sem hún birti hjá Vísi.

Erla segist vera með yfir 30 ára starfsreynslu á leikskólastiginu og að það sé algengur misskilningur að það sé nauðsynleg börnunum að fara á leikskóla við eins árs aldurinn upp á að ná félagsþroska.

„Þau hafa ekki færni til að mynda félagsþroska fyrr en eftir tveggja ára aldur“

Biðlar hún til fólks að hugsa sig vel um áður en það eignast börn, því best sé fyrir börnin að vera heima með foreldri fyrstu tvö ár lífsins.

„Kæru foreldrar, ég veit að flest ykkar elskið börnin ykkar skilyrðislaust, en munið að börn eru ekki búin að mynda geðtengsl fyrr en eftir tveggja ára aldur. Ekki eignast barn fyrr en þið hafið tíma til að gera það sem er best fyrir barnið ykkar en það er að vera með barninu fyrstu tvö ár lífs þeirra.“

Erla bendir á að rannsóknir hafi verið gerðar sem sýni fram á mikilvægi þess að börn séu hjá sínum umönnunaraðilum fyrstu tvö árin. Því þurfi ekki að byggja fleiri leikskóla og koma börnum fyrr á leikskóla.

Til þess að þetta gangi upp þurfi þó að lengja fæðingarorlofið upp í 24 mánuði eða veita þeim foreldrum sem vilja vera heima með börnin sín fyrstu tvö árin styrki sem nema kostnaði við vistun barns á leikskóla.

„Við útreikning á þessari hugmynd bið ég vinsamlegast um að tekið sé inn í reikningsdæmið geðhagur barna og það sem mun sparast í heilbrigðiskerfinu ef öll börn fá að vera í samvistum með foreldrum sínum fyrstu tvö ár lífs síns. Það munu allir græða þegar upp er staðið og öllum líða vel.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“