Coca Cola Europacific Partners hafa að samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum vínið Sancerre Domaine Franck Millet 2021. Ástæðan fyrir innkölluninni er sú að aðskotahlutur fannst í vörunni en aðskotahluturinn sem um ræðir er áttfætla. Telst vínið því ekki vera hæft til neyslu.
Um er að ræða 750 millilítra flöskur af víninu sem framleitt er af Franck Millet í Frakklandi. Vínið var til sölu í vínbúðum ÁTVR og í Heimkaup. Viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til verslunarinnar þar sem hún var keypt.