fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tekjudagar DV: Árni Oddur með langhæstu laun forstjóra skráðu fyrirtækjanna – 30 milljónum hærri laun en sá næsti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, ber höfuð og herðar yfir forstjóra skráðu íslensku fyrirtækjanna. Árni Oddur var með rúma 41 milljón króna í mánaðarlaun í fyrra samkvæmt álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem lögð hefur verið fram. Rétt er að geta þess að fjármagnstekjur forstjóranna eru ekki inn í þessari tölu heldur berstrípuð mánaðarlaun. Þá geta forstjórarnir verið að fá laun frá öðrum fyrirtækjum að auki. Það gildir augljóslega um Árna Odd sem var með mánaðarlaun upp á rúmar 11,1 milljón króna frá Marel samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins en hann hefur hagsmuni víða í íslensku atvinnulífi.

 

Árni Oddur. Mynd-/Marel

Margrét B. Tryggvadóttir, forstjóri Nova, er í öðru sæti forstjóralistans með um 9,3 milljónir króna á mánuði en Finnur Oddsson, forstjóri Haga, hlýtur bronsverðlaunin með rúmar 7 milljónir króna mánuði.

Aðrir forstjórar eru með mánaðarlaun frá 5,4 milljónum króna og niður í 3,4 milljónir. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, er launahæstur íslensku bankastjóranna með rúmar 4,5 milljónir króna – rúmum 300 þúsund krónum meira en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna.

DV mun í samstarfi við Fréttablaðið skrifa upp netfréttir úr álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem munu birtast í dag og næstu daga.

Hér fyrir neðan má sjá listann yfir forstjóranna:

Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel    41.057.472
Margrét B. Tryggvadóttir forstjóri NOVA      9.303.181
Finnur Oddsson forstjóri Haga      7.025.788
Orri Hauksson forstjóri Símans      5.392.160
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group      5.297.867
Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar      4.631.421
Helgi Bjarnason forstjóri VÍS      4.552.382
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka      4.513.057
Gunnþór Björn Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar      4.441.081
Eggert Þór Kristófersson fyrrv. forstjóri Festi      4.425.873
Jón Björnsson forstjóri Origo      4.378.642
Heiðar Guðjónsson fjárfestir og fyrrv. forstjóri Sýnar      4.259.825
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason forstjóri SKEL fjárfestingafélags      4.230.731
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka      4.213.606
Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár      4.167.463
Marinó Örn Tryggvason forstjóri Kviku banka      3.990.432
Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim      3.501.219
Helgi S. Gunnarsson forstjóri Reginn fasteignafélags      3.485.456
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita      3.463.473
Bjarni Ármannsson forstjóri Iceland Seafood International      3.420.894
Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri Eik fasteignafélags      3.275.101

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“