Kona féll af rafmagnshlaupahjóli vesturhluta borgarinnar í gær og meiddist töluvert. Hún var flutt á bráðamóttöku Landspítalans.
Lögreglan hafði afskipti af hópi ungmenna sem var til vandræða í verslunarmiðstöð. Var hópurinn sagður hafa í hótunum við öryggisverði. Þegar lögreglan reyndi að ræða við hópinn og vísa honum út sýndi hann engin viðbrögð. Þegar færa átti einn úr hópnum út úr verslunarmiðstöðinni réðst hann á lögreglumann. Í framhaldinu komu foreldrar viðkomandi og barnaverndaryfirvöld að málinu.
Tveir menn eru grunaðir um að hafa stolið vörum úr verslun símafyrirtækis. Beðið er eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum til að hægt sé að ganga úr skugga um það.
Einn var vistaður í fangageymslu eftir að hann var handtekinn eftir að hafa verið með óspektir í Miðborginni.
Afskipti voru höfð af tveimur mönnum sem eru grunaðir um þjófnað. Hald var lagt á verkfæri og fleira hjá þeim.
Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.