fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Ronaldo gæti farið á elleftu stundu – Mendes reynir allt

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alls ekki útséð með framtíð Cristiano Ronaldo, þó svo að hann hafi spilað fyrstu tvo leiki Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Ronaldo hefur verið orðaður burt frá Manchester United í allt sumar. Portúgalinn vill spila í Meistaradeild Evrópu, eitthvað sem United getur ekki boðið honum eftir vonbrigði á síðustu leiktíð.

Ronaldo hefur verið orðaður við fjölda stórliða um allan heim en ekkert þeirra virðist til í að taka sénsinn á honum.

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir frá því í dag að Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, sé enn að vinna í því að finna lausn fyrir leikmanninn.

Svo gæti farið að Ronaldo yfirgefi United rétt fyrir lok félagaskiptagluggans.

Romano segir það fyrsta kost Ronaldo að komast í burtu frá United. Félagið segir hann þó ekki til sölu.

United hefur byrjað tímabilið afleitlega. Liðið tapaði 1-2 gegn Brighton í fyrstu umferð og um helgina tapaði það 4-0 gegn Brentford.

Ronaldo byrjaði leikinn gegn Brentford en kom inn af bekknum gegn Brighton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun snúa aftur í sumar eftir misheppnaða dvöl

Mun snúa aftur í sumar eftir misheppnaða dvöl
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Trent neitaði að tjá sig

Trent neitaði að tjá sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United
433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum