fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Sigurður Brynjar enn og aftur í dómsal – Sagður hafa skallað einn fangavörð og bitið annan

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 14:30

Fangelsið á Hólmsheiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotamaðurinn ungi Sigurður Brynjar Jensson hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa skallað fangavörð, kýlt hann og síðar bitið annan fangavörð í upphandlegg þann 5. mars í fyrra. Mun síðarnefndi fangavörðurinn hafa hlotið tvö sár með bitförum um það bil 3 cm í þvermál, að því er fram kemur í ákærunni sem DV hefur undir höndum.

Sakaferill Sigurðar er nokkuð langur þrátt fyrir ungan aldur, en hann er aðeins 26 ára gamall. Árið 2015 var Sigurður ákærður fyrir hrottafengna frelsissviptingu í Breiðholti, en hann hafði þá nýverið dæmdur fyrir aðra frelsissviptingu sem fram fór í Vogum á Vatnsleysuströnd það sama ár.

Sigurður hlaut tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í júní árið 2015, 14 mánaða dóm fyrir frelsissviptinguna í Vogum í júlí árið 2015 og svo í desember það sama ár tveggja ára fangelsi fyrir frelsissviptinguna og árás á karl og konu í Breiðholti.

Mun Sigurður þar, í félagi við annan mann, hafa farið að heimili fólks í Breiðholti sem hann sakaði um að hafa stolið læknadópi af sér. Voru þar til heimilis maður og kona, en konuna höfðu þeir með sér á brott og héldu henni nauðugri, misþyrmdu henni og hótuðu, eftir að hafa ráðist að þeim báðum á heimili þeirra. Var Sigurður dæmdur fyrir að hafa skorið manninn í fótlegg og þau bæði í andlit, vörslu fíkniefna og þjófnað.

Fyrir dómi sagði Sigurður að hann hafi verið viti sínu fjær af amfetamín neyslu og að þeir báðir hefðu verið vakandi í heila viku. Aðspurður hvort hann hafi ímyndað sér að það hafi verið sárt fyrir parið að vera skorið í andlitið, svaraði Sigurður að það væri ekkert voðalega sárt að vera skorinn svona snögglega. „Ég held að höggið hafi verið verra fyrir hann,“ að því fram kom í frétt Vísis um málið árið 2015.

Máli héraðssaksóknara gegn Sigurði verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Í gær

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í morgun varð mannbjörg“

„Í morgun varð mannbjörg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hatrammar ofsóknir bróður enduðu með ósköpum eftir falskar ásakanir um barnaníð

Hatrammar ofsóknir bróður enduðu með ósköpum eftir falskar ásakanir um barnaníð