Hún sagði að út frá þeim upplýsingum, sem hafa komið fram um að FBI hafi leitað að leyniskjölum sem Trump er sagður hafa tekið með sér úr Hvíta húsinu, geti svokölluð njósnalög frá 1917 átt við. Í stuttu máli sagt eiga lögin að koma í veg fyrir að fólk geti deilt eða skýrt frá upplýsingum sem skaða Bandaríkin. Allt að tíu ára fangelsi getur legið við brotum gegn þessum lögum.
Rubin sagði að eins og staðan sé núna þá séu það þessi lög sem séu „hættulegust“ fyrir Donald Trump.
Hann hefur sjálfur vísað því á bug að hann hafi gert nokkuð rangt. Hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aflétt leynd af þessum skjölum og að allir „séu á einhverjum tímapunkti tilneyddir til að taka vinnuna með heim“.
Bandarískir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að liðsmenn FBI hafi tekið fjölda skjalakassa með sér frá Mar-a–Lago.