fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Hafa fengið morðhótanir vegna Freya-málsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 06:59

Freya hafði gert sig heimakomna í Noregi síðustu vikur. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðhótunum rignir nú yfir Frank Bakke-Jensen, forstjóra norsku fiskistofunnar, og eiginkonu hans, Hilde Sjurelv, vegna þess að rostungurinn Freya var aflífuð um helgina.

„Það er í fínu lagi að vera ósammála en að senda morðhótanir er of langt gengið. Fólk gengur of langt,“ hefur Norska ríkisútvarpið, NRK, eftir Hilde.

Morðhótunum og annarskonar hótunum hefur rignt yfir hana eftir að Freya var aflífuð. Hún sagði að hótanirnar snúist um hver hún er og hvernig hún lítur út en morðhótanirnar séu verstar. „Þetta snýst um mál sem ég hef ekkert með að gera nema hvað ég er gift Frank,“ sagði hún.

Hluti af hótununum sem Hilde hefur fengið. Skjáskot/NRK

Hún hafði lengi verið með opna Facebooksíðu en sá sig knúna til að loka henni vegna hótananna. „Ég varð bara að loka henni því fólk skrifaði athugasemdir um allt, í allar áttir,“ sagði hún.

Frank sagði að hann muni snúa sér til lögreglunnar vegna málsins: „Það er ekkert vandamál fyrir mig að taka við kvörtunum eða athugasemdum við störf mín en ég tel það fara út fyrir öll mörk að beina spjótunum að fjölskyldu minni. En því miður er það orðið hluti af hinu daglega lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum