Einn ökumaður til viðbótar var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og akstur án ökuréttinda.
Í austurhluta borgarinnar var tilkynnt að þrír væru að ráðast á einn. Tilkynnandi sá þrjá stráka ráðast á þann fjórða. Enginn var á vettvangi þegar lögreglu bar að og enginn gaf sig fram.
Tveir ökumenn voru kærðir. Annar fyrir að aka sviptur ökuréttindum og hinn fyrir akstur án ökuréttinda en hann hefur ekki öðlast slík réttindi.