fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Áslaug hjólar í borgarstjórn – „Þetta er alvarlegt mál og hefur bein áhrif á lífsgæði fólks í borginni“

Eyjan
Mánudaginn 15. ágúst 2022 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir meirihlutann í borgarstjórn vera að bregðast kjósendum sínum. Forystuleysi þeirra sem stýri borginni hafi valdið því að þjónustu hafi hrakað um árabil samhliða versnandi fjárhagi.

Hún ritar um þetta í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag í tilefni af umræðunni um stöðu leikskólamála í borginni, en undanfarið hefur harðlega verið gagnrýnt að loforð um að 12 mánaða börn fái pláss á leikskólum hafi verið brotin og séu foreldrar margir komnir í erfiða stöðu.

„Það fer ekki framhjá neinum að foreldrar ungra barna í Reykjavík eru í vanda staddir þar sem þeir fá ekki leikskólapláss fyrir börnin sín, með tilheyrandi vinnu- og tekjutapi,“ skrifar Áslaug. Hún heldur áfram: „Þetta er alvarlegt mál og hefur bein áhrif á lífsgæði fólks í borginni.“ 

Hún segir að borg sem ekki geti þjónustað barnafólk bjóði ekki upp á bjartar framtíðarhorfur og sé skiljanlegt að foreldrar séu farnir að láta í sér heyra.

Hún segir að meirihlutinn hafi þó verið duglegur að lofa upp í ermina á sér þó að lítið hafi verið um efndir.

„Árið 2014 kom loforð um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum aðferðum. Árið 2018 var loforðið það að hægt yrði að bjóða 12-18 mánaða börnum pláss, ásamt því að fram kom að staðan væri við það að leysast. Fyrir kosningar í ár var síðan sagt að meirihlutinn væri að ljúka við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og fullyrt að hægt yrði að bjóða öllum 12 mánaða börnum leikskólavist í haust. Hin raunverulega staða er þó allt önnur.“ 

Nú hafi borgarbúum með börn verið sagt að bíða í viku eftir svari. Það sé sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að vikurnar sem foreldrar í borginni hafi beðið eftir efndum áðurnefndra loforða séu nú þegar orðnar fjögur hundruð tuttugu og átta.

„Vanmáttur Reykjavíkurborgar í leikskólamálum er bara ein birtingarmynd forystuleysis þeirra sem stýra borginni. Þjónustu borgarinnar hefur hrakað um árabil samhliða versnandi fjárhag hennar og nú er að koma betur í ljós hversu vanmáttug borgin er til að sinna þjónustu sinni við borgarbúa.“ 

Áslaug telur að þetta megi skýra með því að meirihlutinn sé í raun ekki að reyna að þjónusta borgarbúa heldur vilji að borgarbúa þjóni meirihlutanum. Þarna nefnir hún nokkur dæmi:

„Þegar borgarbúar benda á umferðarþunga er þeim sagt að þeir eigi að hætta að keyra. Þegar bent er á að götur séu ekki sópaðar fer af stað auglýsingaherferð gegn nagladekkjum og þegar bent er á að ruslið sé ekki sótt er fólk minnt á að flokka ruslið. Þegar rætt er um of hátt íbúðaverð og skort á lóðum, er endurunnum glærum með gömlum áætlunum um íbúðir sem átti að byggja einhvern tímann varpað upp á vegg. Þegar mygla kemur upp í skóla er reynt að láta eins og vandinn sé ekki til staðar og foreldrar sakaðir um móðursýki.“ 

Áslaug telur meirihlutann vera með hugann við eitthvað allt annað en að mæta þörfum borgarbúa. Ljóst sé að borgin þurfi kjörna fulltrúa sem vinni í þeirra þágu. Vandamál borgarinnar verði ekki leyst fyrr en þetta breytist.

Kjósendur hafi verið spurðir af Framsókn í aðdraganda kosninga hvort ekki væri kominn tími fyrir breytinga og eftir að atkvæði komu upp úr kjörkössum hafi sést að borgarbúar töldu svo vera enda var meirihlutinn felldur. Hins vegar séu engar breytingar í farteskinu.

„Eina breytingin sem Reykvíkingar fengu er að nú eru fleiri hausar til að afsaka forystuleysið sem áfram einkennir borgina.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar