fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
433Sport

Eiður sé ekki tekinn silkihönskum í umfjöllun – Ekki stærsta vandamálið

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 08:41

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur allt á afturfótunum hjá stórliði FH. Liðið er í tíunda sæti Bestu deildar karla, stigi á undan Leikni Reykjavík, sem á tvo leiki til góða.

Í gær tapaði FH 4-1 gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Fimm umferðir eru eftir af heðfbundnu tímabili í deildinni áður en henni verður tvískipt. Er FH í alvöru fallbaráttu.

Málið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gærkvöldi.

„Það er búið að tala um að við sem stjórnum hlaðvörpum séum að taka einhverja silkihanskameðferð á Eið Smára (þjálfara FH). Ég er búinn að vera að horfa á þessa leiki hjá FH og sá líka leikina áður en hann kom og ég hef ekkert mestar áhyggjur af þjálfaranum, miðað við hvernig spilamennskan er. Þetta var ekkert frábært hjá Óla og Bjössa, þeir eru frábærir þjálfarar,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum.

Eiður Smári og Sigurvin Ólafsson tóku við FH af Ólafi Jóhannessyni og Sigurbirni Hreiðarssyni fyrr á leiktíðinni. „Mér finnst þetta verra núna hjá Eiði Smára og Venna en þetta var hjá Óla og Bjössa,“ sagði Albert Brynjar Ingason.

Jóhann Már Helgason tók í sama streng. „Þetta er ekkert búið að skána. Tölfræðin bakkar það upp að þetta hafi verið betra hjá Óla, þó það hafi verið slæmt. Honum hefur ekki tekist að finna lausnirnar. Þeir eru að reyna ýmislegt en þetta versnar bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“
433Sport
Í gær

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims
433Sport
Í gær

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“
433Sport
Í gær

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd