fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Konur, sem eru grænmetisætur, eru þriðjungi líklegri til að slasast á mjöðm á efri árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur, sem eru grænmetisætur, eru þriðjungi líklegri til að mjaðmargrindarbrotna á efri árum en þær konur sem borða kjöt. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Rúmlega 26.000 miðaldra konur tóku þátt í rannsókninni að sögn Daily Mail. Niðurstaðan var að þær konur sem hvorki borða kjöt né fisk séu 33% líklegri til að mjaðmargrindarbrotna.

Vísindamenn segja hugsanlegt að þetta sé vegna þess að þær innbyrða minna af næringarefnum sem eru tengd við heilbrigði beina. Þeir segja að þetta ýti stoðum undir ráðleggingar um að grænmetisætur þurfi að bæta lykilnæringarefnum við mataræði sitt.

Vísindamenn við Leeds háskóla rannsökuðu hættuna á að konur sem borða kjöt, konur sem borða fisk en ekki kjöt og grænmetisætur mjaðmagrindarbrotni.

Þegar búið var að taka tillit til þátta á borð við reykingar og aldur voru grænmetisætur eini hópurinn sem var í aukinni hættu á að mjaðmagrindarbrotna.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að meðal BMI-tala grænmetisætanna var aðeins lægri en hjá kjötætunum.

Rannsóknin hefur verið birt í BMC Medicine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið