Roberta Kraft, talskona borgaryfirvalda, sagði að engin jólaljós verði á Ringstrasse að þessu sinni en gatan er annars alltaf fallega skreytt jólaljósum í aðdraganda jólanna.
Þá verða jólaljósin við jólamarkaðinn fyrir framan ráðhúsið aðeins kveikt á nóttunni en fram að þessu hefur verið kveikt á þeim þegar það fer að rökkva. Þetta þýðir að það verður kveikt á þeim um klukkustund síðar en ella að sögn Kraft.
Jóla- og nýárshátíðarhöldin eru mjög mikilvæg fyrir ferðamannaiðnaðinn í Vínarborg. Um fjórar milljónir ferðamanna komu þangað á aðventunni 2019, sem var síðasta aðventan fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar, til að heimsækja jólamarkaði borgarinnar.