fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Tuchel eftir leikinn: Þið elskið þetta, er það ekki?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 18:31

Tuchel og Conte

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur tjáð sig eftir leik við Tottenham á Stamford Bridge í dag.

Chelsea þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli á heimavelli þar sem jöfnunarmark Tottenham var skorað á 96. mínútu.

Eftir leik þá rifust Tuchel og Antonio Conte, stjóri Tottenham, heiftarlega við hliðarlínuna er þeir tókust í hendur.

Tuchel var óánægður með það að Conte hafi ekki horft í hans augu er þakkað var fyrir leikinn og fengu þeir báðir rautt spjald.

,,Þegar þú tekur í höndina á einhverjum þá hélt að þið mynduð horfast í augu en við erum ekki á sömu skoðun,“ sagði Tuchel.

,,Hann var ánægður þegar þeir jöfnuðu og það kom hiti í leikinn en ekkert stórmál. Við fengum báðir rautt spjald? Það var óþarfi.“

,,Það voru margir hluti sem voru óþarfi. Önnur léleg ákvörðun hjá dómaranum í dag. Það var hiti í þessu. Þetta er enska úrvalsdeildin, þetta er leikurinn. Þið elskið þetta, er það ekki? Við elskum þetta, við erum tilfinningaríkir þjálfarar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals