fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Katrín Jakobs hleypur fyrir Alzheimersamtökin

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar sér að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en hún hefur ákveðið að hlaupa til styrktar Alzheimersamtakanna.

„Ég hef stundum deilt með ykkur á þessari síðu hlaupasjálfinu mínu. Þið þekkið kannski forsöguna en ég fór að hlaupa að ráði eftir fótbrot árið 2020 og var það fyrst og fremst fyrir einbeitta hvatningu Þórunnar Rakelar Gylfadóttur sem hefur fylgt mér æ síðan. Ætlunin var að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra en því var eðlilega aflýst vegna heimsfaraldurs,“ segir Katrín í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni.

Katrín segist ekki hafa verið alveg jafn dugleg að æfa sig eins og í fyrra. „Ég ætla samt að láta á það reyna að hlaupa og sjá hvort ég næ ekki í mark (segjum sem minnst um tímann).“

Eins og áður segir hleypur Katrín fyrir Alzheimersamtökin en hún segir að það sé alltaf erfitt að velja gott málefni til að styrkja. Þá segir hún frá því hvers vegna hún valdi að styrkja þessi samtök. „Innblásturinn eru Magnús Karl Magnússon og Ellý Katrín Guðmundsdóttir en Ellýju þekki ég frá gamalli tíð,“ segir Katrín.

„Hún kenndi mér svo ótal margt um sjálfbærni og umhverfisvernd þegar ég varð formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar en þá var hún yfir umhverfissviði borgarinnar. Og þá urðu ýmis framsækin mál að veruleika. Magnús og Ellý hafa opnað augu okkar margra fyrir alzheimer-sjúkdómnum með opinskárri umræðu, meðal annars á þessum miðli.

Að lokum segir Katrín að það sé ekkert annað í stöðunni en að klára að hlaupa tíu kílómetranna.

„Þannig að nú er bara að klára að hlaupa þessa tíu kílómetra. Þessi tvö hlupu með mér í síðustu viku og hafa verið óþreytandi að hjálpa mér reglulega á æfingum. Á miðvikudaginn hlupum við næstum því tíu kílómetra og eins og sjá má á myndinni reyndi það töluvert á! En nú verður ekki snúið aftur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“