fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Þríhliða ástarsamband, tígrisdýr og svipleg örlög kattadansaranna

Fókus
Föstudaginn 12. ágúst 2022 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið var 1954 þegar Ron og Joy börðu hvort annað augum í fyrsta sinn. Hún var 7 ára og hann 11 en þrátt fyrir aldursmuninn, sem þykir nokkur þegar fólk er svona ungt að árum, náðu þau gífurlega vel saman enda deildu þau ást á ballett og dansi. Þau hófu að dansa saman og á endanum elskuðu þau ekki bara dansinn heldur líka hvort annað.

Þau settu markið hátt. Þau voru félagar í lífinu og félagar í dansinum og dönsuðu um nokkurt skeið í New York borg. Þá fór borgin að þrengja að og ákváðu þau að ferðast dansandi um heiminn. Meðal annars náði Ron auga sjálfs töframannsins Siegfried, annan helmings tvíeykisins fræga Siegfried & Roy. Sá sendi Ron ítrekað blómvendi en Ron vildi ekkert með hann hafa. „Ekki mín týpa- of kvenlegur“.

Með hækkandi lífaldri reyndist þó erfiðara að vinna fyrir brauðinu sem atvinnu dansfólk, en þá fengu þau örlagaríka gjöf frá vini sínum, leikaranum William Holden.

Hann gaf þeim svartan hlébarða og varð það ást við fyrstu sýn. Dansandi hjónin skiptu þarna um gír og hófu, á sjöunda áratugi síðustu aldar, að setja á svið íburðarmiklar sýningar með stórum kattdýrum, en að sjálfsögðu fygldi dansinn og sviðsframkoman enn með. Lífið var ljúft og hjónin kunnu því vel að lifa í glamúr og gleði.

Þríhliða ástarsamband

Annað örlagaskref átti sér stað á níunda áratug síðustu aldar þegar þau réðu til sín ungan mann, Chuck Lizza að nafni. Hann var dýraþjálfari og hjálpaði einnig til við sýningarnar. Og ótrúlegt en sátt þá átti það dásamlega, sem hafði árum fyrr átt sér stað milli Joy og Ron, sér aftur stað – ást blómstraði á milli þeirra þriggja og það sem hafði hafist sem vinnusamband var nú orðið að þríhliða ástarsambandi.

Joy lýsti sambandinu þannig: „Ég sá hann fyrst“ en þá bætti Ron við „Já en ég nældi í hann fyrst.“

Þau kærðu sig þó ekki um að auglýsa þetta óhefðbundna heimilishald sitt og héldu ástinni leyndri.

„Okkur var mjög umhugað um einkalífið okkar – enginn vissi hvað var í gangi,“ sagði Ron í heimildarmynd sem var gerð um líf þeirra. „Það var svo að flestir héldu að ég væri samkynhneigður og að Chuck væri elskhugi Joy.  En það var tenging milli allra okkar þriggja. Það bara kom engum við. Við vissum hvernig almenningur myndi líta á þetta og við vildum ekki verða viðfangsefni slúðursagna.“

Hryllilegur harmleikur

Árið 1998 lauk þó ástarævintýrinu með sviplegum hætti. Chuck Lizza var að sinna dýrunum er hann flækti fótinn í keðju á girðingu og féll á hvíta Bengal tígurinn Júpíter. Júpíter brá svo við þetta að hann greip með kjafti sínum um háls Chuck, sem lét lífið nánast samstundis.

Það var myrk stund í lífi þessa óhefðbundna pars og eftir sátu Ron og Joy með sorgina. Sorgin lagðist afar þungt yfir Joy sem varð vart mönnum sinnandi. Hún horaðist mjög og hætti að sinna grunnþörfum sínum á borð við að nærast og baða sig. Hún varð skugginn af sjálfri sér.

Ron fannst sárt að sjá svona komið fyrir konu sinni. Kvöld eitt fimm vikum eftir harmleikinn ákvað Ron að hvetja Joy til að koma með sér að sinna dýrunum, til að hressa hana aðeins við, en á þeim tíma hafði hún dögum saman klæðst sama náttkjólnum og var hætt að borða.  Þau þurftu þá að fylgja dýrunum frá útisvæði þeirra yfir í búrin þar sem þau voru læst inni í á nóttunni.

Joy skalf lítillega vegna næringarskortsins en tók þó á móti dýrunum sem Ron teymdi til hennar, gaf þeim smá nammibita og kjassaði þau. Þegar kom að því að flytja Júpíter. Ron teymdi Júpíter til Joy en þá lét tígurinn til skara skríða. Hann henti sér að Joy á fullri ferð, beit um hálsinn á henni og fleygði henni upp og svo niður í jörðina. Hún lést einnig nánast samstundis.

Kettirnir eina fjölskyldan sem hann átti eftir

Þá stóð Ron einn eftir. Hann sagði í samtali við fjölmiðla í kjölfar seinni harmleiksins að hann vissi varla hvernig hann gæti haldið lífi sínu áfram eftir þennan missi. Viðbragðsaðilar sem komu á vettvang ákváðu að aflífa Júpíter en Ron ákvað að halda áfram að sjá um hin fimm kattdýrin, og þótti mörgum ákvörðun hans óskiljanleg. Ron útskýrði að Júpíter hefði undir eðlilegum kringumstæðum aldrei ráðist á Joy, alveg eins og hann hefði aðeins ráðist að Chuck því honum brá. Hann hafi hreinlega ekki þekkt Joy lengur sem móðurímyndina sem hafði séð um hann frá því að hann var sex daga gamall.

Ron sagðist ennfremur að hann þyrfti á kraftaverki að halda til að finna aftur gleðina.

„Ég var að missa tvær mikilvægustu manneskjurnar í lífi mínu og ferilinn sem ég elskaði og naut þess að sinna, svo mikið hefur verið tekið frá mér. Ég þarf kraftaverk því núna veit ég ekki hvað mun verða um mig. Svo virðist sem ég verði aldrei hamingjusamur aftur.“

Um ákvörðun sína að halda áfram að sjá um hin kattdýrin sagði hann:

„Það eina sem ég get núna gert er að taka þetta einn dag í einu og ég veit að þessi kattardýr þurfa mig svo ég sé um þau. Kettirnir mínir eru eina fjölskyldan sem ég á eftir.“

Í kjölfarið tók þó við þungur tími í lífi Ron sem vissi varla lengur hvað sneri upp eða hvað sneri niður. Þá hafði kvikmyndagerðarmaðurinn Harris Fishman samband við hann. Harris hafði heyrt um sögu hjónanna frá bróður sínum sem hafði eitt sinn unnið með Ron. Taldi Harris að þarna væri efni í áhugaverða heimildamynd.

„Þegar við hittumst fyrst var ég hálf geðveikur af sorg. Ég var að syrgja og hafði ekki hugmynd um hvað ég ætlaði að gera eða hvað væri framundan í lífinu. Hver sem er hefði getað beðið mig um hvað sem er á þessum tíma og ég hefði sagt já. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér út í.“

Það tók sjö ár að gera myndina, en loksins þegar hún kom út árið 2007 vakti hún þó nokkra athygli en hún hlaut nafnið Cat Dancers eða Kattadansararnir.

Myndin mikilvægt uppgjör

Í viðtali sem Ron veitti eftir að myndin kom út sagðist hann loksins kominn á þann stað að geta haldið lífi sínu áfram. Heimildamyndin hafði reynst þetta kraftaverk sem hann óskaði eftir í kjölfar seinni harmleiksins.

„Ég get litið á líf mitt núna og séð hvað átti sér stað, og þetta er búið og gert og ég lifi áfram. Ég er loksins farinn að njóta lífsins. Þetta var algjört uppgjöf sem ég tel að ég hefði annars aldrei fengið. Ég trúi því að þessi heimildarmynd hafi bjargað geðheilsu minni.“

Hins vegar eru nokkrar ósvaraðar spurningar sem hafa leitað á áhorfendur myndanna og þeirra sem þekkja til sögunnar. Einkum hvað varðar seinni harmleikinn. Var það líka slys, eða hafði Joy hreinlega ákveðið að hún ætlaði að fylgja elskhuga sínum út í dauðann? Ron taldi svo ekki vera.

Joy var ekki stelpa sem myndi taka eigið líf. Þegar við vorum börn vildi hún verða nunna. Hún var kaþólsk og hún trúði ekki á sjálfsvíg.“

Hins vegar þegar Harris var spurður sömu spurningar, þekkjandi á þeim tíma vel til sögu hjónanna svaraði hann:

„Já því trúi ég. Ég vildi ekki beint segja það en ég lít á það svo að ef kaþólsk manneskja ætlaði sér að taka eigið líf þá myndi sú manneskja gera það með þessum hætti. Þú gerir það, en segir sjálfum þér ekki að þú ætlir að gera það.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife