fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Eyjan

Harma þær aðstæður er leiddu til afsagnar Drífu – „Verkalýðshreyfingin á að vera fyrirmyndar vinnustaður“

Eyjan
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 16:20

Drífa Snædal. Mynd: ASÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn félaga innan Starfsgreinasambands Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni þess að Drífa Snædal sagði af sér sem formaður ASÍ.

Drífa sagði af sér með vísan til þess að hún treysti sér ekki til að starfa áfram innan verkalýðshreyfingarinnar. Einkum vegna spennu sem hafði myndast milli hennar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR.

Vilhjálmur Birgisson er núverandi formaður Starfsgreinasambandsins (SGS)en hann skrifar þó ekki undir yfirlýsinguna sem var send fjölmiðlum.

„Við undirritaðir formenn félaga innan Starfsgreinasambands Íslands viljum þakka fráfarandi forseta ASÍ fyrir farsælt og gefandi samstarfs undanfarin 10 ár. Fyrst með flestum okkar sem framkvæmdastjóri SGS og síðustu fjögur ár sem forseti ASÍ.

Drífa hefur verið róttæk, sýnileg og fylgt áherslum Alþýðusambands Íslands mjög vel eftir og verið hreyfingunni til sóma á allan hátt. Hún er ósérhlífin, vinnusöm og með ótrúlegum styrk hefur hún átt stóran þátt í að brjóta ýmsa múra sem hefur skilað sér m.a. í bættum lífskjörum, einkum þeirra sem minnst hafa, auknu jafnrétti og betra samfélagi.

Jafnframt hörmum við þær aðstæður er urðu til þess að hún sá sig knúna til afsagnar. Það á enginn að þurfa að upplifa sig við þannig aðstæður á sínum vinnustað. Verkalýðshreyfingin á að vera fyrirmyndar vinnustaður og verður að koma í veg fyrir að starfsfólk hennar upplifi sig eins og Drífa gerði.

Arnar G. Hjaltalín
Björn Snæbjörnsson
Eyþór Þ. Árnason
Finnbogi Sveinbjörnsson
Guðmundur Finnbogason
Guðrún Elín Pálsdóttir
Halldóra S. Sveinsdóttir
Hrund Karlsdóttir
Magnús S. Magnússon
Vignir S. Maríasson
Þórarinn Sveinsson“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“