fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fókus

Nýtt lag frá Fussumsvei: Það verður gaman

Fókus
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Fussumsvei hefur sent frá sér lagið „Það verður gaman“. Um er að ræða mikla gleðisprengju sem má hlýða á í spilaranum hér að neðan.

Fussumsvei er hljómsveit sem tók þátt í Músíktilraunum 1998 en spilaði lítið eftir það nema einstaka sinnum fyrir vini og kunningja. Nú er hljómsveitin að vakna úr dvala og gefur út þetta stuðlag sem allir ættu að geta sungið og trallað með.

Meðlimir Fussumsvei eru Kolbeinn Tumi Haraldsson sem spilar á orgel og syngur bakraddir, Garðar Guðjónsson á bassa, Valur Arnarson, söngur, Ólafur Brynjar Bjarkason, gítar og bakraddir, og Sigurður Bragason, trommur.

Kolbeinn Tumi hefur starfað í hljómsveitum á borð við Kviku, Fox Safari og Óreglu. Valur söng um tíma í hljómsveitunum, Skrítnum og „Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur“.

Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru miklir músíkunnendur en hafa verið lítt áberandi í tónlistarlífinu. Fussumsvei liðar vonast til að geta glatt sem flesta og stefna á að gefa út fleiri lög á næstu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 1 viku

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 1 viku

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg