fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Landsliðið tekur þátt í Baltic Cup í nóvember

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla mun taka þátt í Baltic Cup 2022, en ásamt Íslandi taka Litháen, Eistland og Lettland þátt í mótinu.

Í undanúrslitum mætast Ísland og Litháen annars vegar og Lettland og Eistland hins vegar. Leikur Íslands og Litháen fer fram í Vilnius eða Kaunas, Litháen, á meðan leikur Lettlands og Eistlands fer fram í Riga, Lettlandi.

Undanúrslitin fara fram 16. nóvember á meðan úrslitaleikurinn og leikur um þriðja sætið fara fram 19. nóvember.

Þetta er í fyrsta sinn sem A landslið karla tekur þátt í mótinu sem hefur verið haldið reglulega frá árinu 1991. Mótið var sett á laggirnar fyrst árið 1928 og var það haldið nánast árlega til ársins 1940, en frá 1940-1991 fór það ekki fram í ljósi hernáms Sovétríkjanna á svæðinu. Ísland er aðeins fimmta þjóðin sem tekur þátt í mótinu, en Finnland hefur tekið tvisvar sinnum þátt.

Lettland hefur unnið keppnina oftast, eða 13 sinnum. Eistland eru núverandi meistarar, en mótið var haldið síðast árið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals