fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Náttúrufræðistofnun á móti því að Garðbæingar stingi á egg máva – Sýna þurfi lífsbaráttu villtra dýra skilning

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 18:59

Mávar eru ekki allra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um nokkurt skeið hafa sílamávar valdið usla í Garðabæ og þá sérstaklega í grennd við hjúkrunarheimiliðp Ísafold í Sjálandshverfi. Fréttablaðið greindi frá því sumarið 2020 að fjölmargar kvartanir hefðu borist til þjónustuvers bæjarins. Fuglarnir hefðu meðal annars gert loftárásir á gangandi vegfarendur, valdið íbúum óhug með að éta ungviði annarra fugla auk þess að valda sóðaskap með driti sínu. Þá eiga þeir til að verpa á húsþökum sem er illa séð.

Málið heftur verið unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun Íslands. Þar sem ekki hafi mátt grípa til aðgerða innan varplanda þá hafi aðgerðir bæjarins takmarkast við það að bæjarstarfsmenn hafi stungið á egg sílamáva utan hinna skilgreindu svæða.

Óvíst hvort staðbundnar aðgerðir beri árangur

Í mars var greint frá því að aðgerðir væru í undirbúningi enda hafði ónæðið af mávunum ekkert minnkað. Garðabær sótti um undanþágu frá friðlýsingaskilmálum í apríl til Umhverfisráðuneytisins  til þess að stinga á egg mávsins í varplandi hans í Gálgahrauni og óskaði bærinn eftir umsögn Náttúrfræðistofnunnar vegna þess.

Umsögnin barst um miðjan maí og var tekinn fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í dag. Í henni kemur fram að Náttúrufræðistofnun leggist gegn undanþágubeiðni bæjarins.

Helstu rökin fyrir því eru þau að Gálgahraun sé aðeins eitt af mörgum varplöndum sílamáva við Faxaflóa en fuglarnir ferðist vítt og breitt um svæðið. Óvíst er því með öllu hvort að staðbundnar aðgerðir á einum stað hafi einhver áhrif á stofninn í heild sinni.

Læra að lifa með náttúrunni

„Samneyti við villta náttúru er hluti af veruleika sem horfast þarf í augu við og því geta fylgt árekstrar og ónæði. Að mati Náttúrufræðistofnunar er nauðsynlegt að sveitarfélög miðli upplýsingum til almennings um þetta, að þéttbýli útilokar ekki nánd við villt dýr og að sýna þurfi lífsbaráttu þeirra skilning. Til að draga úr ágangi sílamáfa næst híbýlum fólks má huga betur að frágangi úrgangs og meðhöndlun matvæla utandyra (t.d. á svölum og í görðum) því það er það sem laðar að sílamáfa og aðra fugla,“ segir að endingu í umsögn NÍ.

Umsóknin er enn til meðferðar hjá Umhverfisstofnun og gefst Garðabæ kostur á að koma mótrök við umsögn Náttúrufræðistofnunar, draga umsókn sína til baka eða breyta henni áður en tekin verður lokaákvörðun í málinu.

Bæjarráð fól Almari Guðmundssyni bæjarstjóra að bregðast við umsögn Náttúrufræðistofnunar ásamt því að vinna að tillögum um aðgerðir til að draga megi úr ágangi máfa innan bæjarmarkana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Í gær

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“
Fréttir
Í gær

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum