fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 13:30

Heilinn er magnaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við mannfólkið höfum sterka löngun til að eignast nýjustu hlutina, allt frá skóm til farsíma. Það má kannski segja að við höfum óseðjandi löngun til að vilja meira, að vilja nýjustu vörurnar.

Nú hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að heili okkar er forritaður til að vilja sífellt meira. Þeir notuðu reiknilíkön til að komast að af hverju okkur þyrstir sífellt í nýja hluti, áþreifanlega hluti, og það jafnvel þótt þeir geri fátt annað en að auka á vanlíðan okkar.

Vísindamenn við sálfræðideild Princeton háskólans í New Jersey stýrðu rannsókninni.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru að við leitumst eftir meiri „verðlaunum“ þegar við erum orðin „vön“ háum lífsgæðum og berum okkur saman við hina ýmsu staðla.

Vísindamennirnir segja að í fornum trúartextum og allt til nútíma bókmennta séu frásagnir um leit okkar að eilífri hamingju. Þversögnin sé að hamingja sé sú mannlega tilfinning sem flestir leita að og reyna að öðlast en samt sem áður reynist mörgum erfitt að finna hamingjuna. Daily Mail skýrir frá þessu.

Segja vísindamennirnir að niðurstöður rannsóknar þeirra sýni að við séum föst í hringrás endalausra langana og að þetta geti varpað ljósi á sálfræðilega tengd efni eins og þunglyndi, efnishyggju og ofneyslu.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu PloS Computational Biology.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar