fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Samþykkir að lækka laun sín enn frekar til að hjálpa félaginu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 10:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerard Pique, miðvörður Barcelona, ætlar að samþykkja að lækka laun sín hjá félaginu enn frekar til að létta undir með því í þeim fjárhagsvanda sem það er í. The Athletic segir frá.

Þrátt fyrir fjárhagsvandræði hefur Barcelona fengið til sín leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Raphinha og Jules Kounde í sumar, svo eitthvað sé nefnt.

Félaginu hefur ekki tekist að skrá leikmennina ennþá vegna fjárhagsvandans. Því hefur það farið ýmsar leiðir til að skapa tekjur. Það hefur til að mynda selt 25% af sjónvarpstekjum sínum næstu 25 árin til Sixth Street.

Pique samþykkti að laun hans yrðu lækkuð síðasta sumar og nú mun hann gera það aftur. Samningur hans við Börsunga gildir í tvö ár til viðbótar og breytist það ekki með launalækkuninni.

Barcelona mun hefja leiktíðina heima fyrir er liðið mætir Rayo Vallecano um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast
433Sport
Í gær

Sjáðu sturlað sigurmark sem tryggði Real mikilvægan sigur

Sjáðu sturlað sigurmark sem tryggði Real mikilvægan sigur
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid