fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Þýskur stjórnarerindreki handtekinn – Grunaður um að hafa myrt eiginmann sinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 20:00

Hahn til hægri og Biot til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uwe Herbert Hahn, sem er stjórnarerindreki við þýska sendiráðið í Rio de Janeiro í Brasilíu, var handtekinn um helgina, grunaður um að hafa myrt eiginmann sinn.

Hahn tilkynnti lögreglunni að eiginmaður hans, hinn belgíski Walter Henri Maximilien Biot, hefði veikst á föstudagskvöldið, hrunið í gólfið og þá rekið höfuðið í og látist af völdum höggsins.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Hahn hafi verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið Biot að bana. Byggir lögreglan það á rannsókn á vettvangi og á líkinu. Segir hún að niðurstöður rannsóknanna bendi til að hann hafi verið barinn til bana.

Camila Lourenco, lögreglustjóri, sagði að skýringar Hahn passi ekki við niðurstöður rannsókna á vettvangi og á líkinu. Hún sagði að áverkar á líkinu bendi til að traðkað hafi verið á Biot áður en hann lést.

Þegar lögreglan kom á vettvang var Hahn að þrífa heimilið. Hann sagði lögreglunni að Biot hefði drukkið mikið áfengi og tekið svefnlyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Í gær

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar