fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir að hóta Anthony Fauci

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 21:00

Anthony Fauci. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Thomas Patrick Connally Jr., 56 ára, dæmdur í 37 mánaða fangelsi af alríkisdómstól í Maryland. Hann var handtekinn í Vestur-Virginíu á síðasta ári og ákærður fyrir að hafa haft í hótunum við Anthony Fauci, aðalsérfræðing bandarískra stjórnvalda í smitsjúkdómum.

Hann var því ákærður fyrir að hafa haft í hótunum við embættismann alríkisstjórnarinnar.

Connally játaði að hafa sent fjölda tölvupósta með hótunum um að drepa Fauci og/eða fjölskyldu hans. Póstana sendi hann í gegnum dulkóðaðan netþjón í Sviss.

Í póstunum sagðist Connally meðal annars vonast til að Fauci myndi vera skotinn í „djöfullega höfuðkúpu“ sína og að hann og öll fjölskylda hans „yrðu dregin út á götu, barin til dauða og kveikt í þeim“.

Connally sendi einnig álíka tölvupósta til fleiri háttsettra embættismanna í heilbrigðiskerfinu. Hann játaði að hafa sent þessa pósta vegna vinnu embættismannanna í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga