fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Fréttir

Segjast hafa komið upp um áætlun Rússa um að myrða ráðherra og yfirmann leyniþjónustu hersins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska leyniþjónustan, SBU, hefur handtekið tvo Úkraínubúa sem eru grunaðir um að hafa verið á mála hjá Rússum og hafi ætlað að myrða úkraínska varnarmálaráðherrann og yfirmann leyniþjónustu hersins.

The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum frá úkraínskum yfirvöld hafi rússneska leyniþjónustan GRU staðið á bak við áætlunina. Átti að myrða varnarmálaráðherrann, yfirmann leyniþjónustu hersins og þekktan úkraínskan aðgerðasinna.

Rússnesk yfirvöld hafa ekki brugðist við þessum ásökunum og  rússneskir fjölmiðlar hafa ekki fjallað um þær.

SBU segir að annar hinna handteknu búi á svæði í Luhansk, sem aðskilnaðarsinnar hafa á valdi sínu, og hinn í höfuðborginni Kyiv. Þeim var að sögn lofað 150.000 dollurum af rússneskum útsendurum fyrir hvert morð.

Maðurinn frá Luhansk kom til Úkraínu í gegnum Hvíta-Rússland og var handtekinn í borginni Kovel ásamt manninum frá Kyiv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“