fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hörður snapchatperri dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn börnum – Móðir þolanda vonar að hann fái hjálp

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir fjölmörg kynferðisbrot gegn börnum og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

DV hefur mikið fjallað um mál Harðar en segja má að hann hafi varið síðasta ári í að áreita börn linnulítið í gegnum spjallforritið Snapchat. Þar klæmdist hann við börn niður í 11 ára gömul, sendi þeim klámfengið efni og reyndi að hitta þau.

Í nóvember síðastliðnum tók Hörður upp á því að herja með þessum hætti á mörg börn í sama skólanum, mjög oft snemma morguns, og leiddi það til þess að foreldrar barna í skólanum sem urðu fyrir grófri áreitni hans sameinuðust í því að kæra hann til lögreglu.

Sjá einnig: „Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

Þetta leiddi til þess að Hörður, sem er 65 ára gamall, var kærður fyrir brot gegn samtals 16 stúlkum, þær yngstu 11 ára. Var hann ákærður og sakfelldur fyrir þessi brot og þarf að greiða hverjum og einum þolanda á bilinu 300-400 þúsund krónur í miskabætur.

Dómurinn verður birtur á næstu dögum. DV hefur hann ekki undir höndum en hefur upplýsingar frá móður eins þolandans. Er dómurinn mjög langur eða um 80 blaðsíður, enda eru brot Harðar umfangsmikil. Móðirin er ein foreldranna við skólann sem tóku sig saman, ræddu við börn sín og kærðu Hörð í kjölfarið.

Konan segist í samtali við DV vera ánægð með dóminn. Hún segist ekki hafa farið í málið með peninga í huga en segist stórlega efast um að Hörður sé borgunarmaður fyrir bótunum þar sem hann sé eignalaus. Konan er einnig afar ánægð með hugrekki dóttur sinnar sem brást hárrétt við áreitni Harðar og sagði frá. Hún segir hins vegar ljóst að Hörður þurfi hjálp:

„Tilgangi okkar er náð. Ég vona bara að það verði eitthvert úrræði sem tekur á móti honum þegar hann kemur úr fangelsi.“  Hún telur ljóst að mikið ami að Herði þó að sakhæfur sé og að hann þurfi hjálp.

Konan telur ennfremur að dómurinn marki tímamót því óvenjulegt sé að maður fái svo þungan dóm fyrir rafræn skilaboð. Er hún sátt við frammistöðu dómskerfisins í  þessu máli. Hún telur hins vegar líklegt, miðað við það sem hún hefur heyrt, að Hörður muni áfrýja dómnum í Landsréttar. Í viðtali DV við Hörð vorið 2021 kom fram að hann teldi sig ekki hafa gert neitt rangt.

Sjá einnig: Snapchat-perrinn Hörður ræðir við DV –„Ábyrgðin er foreldranna. Ég er heiðarlegur maður“

Sem fyrr segir var Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi. Auk brotanna gegn börnunum í gegnum Snapchat var hann dæmdur fyrir vörslu barnakláms og umferðarlagabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“