Það er pólska vísindaakademían, sem starfar á vegum ríkisins, sem hefur flokkað venjulega ketti (Felis catus) sem framandi og ágenga tegund og er hún númer 1.787 á skrá yfirvalda yfir ágengar tegundir. Videnskab skýrir frá þessu.
Eins og fyrr segir er ástæðan fyrir þessari skráningu þau miklu áhrif sem kettir hafa á lífríkið, sérstaklega fugla. Wojciech Solarz, líffræðingur hjá vísindaakademíunni, segir að árlega drepi pólskir heimiliskettir 140 milljónir fugla.
Eins og vænta mátti eru kattaeigendur og kattaelskendur ekki sáttir við þessa skráningu og segja þeir að ekki sé hægt að skella skuldinni á ketti hvað varðar minni fjölbreytileika í lífríkinu.