fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Melinda Gates seldi hluta af hlutabréfum sínum fyrir 200 milljarða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 20:00

Bill og Melinda Gates stofnuðu sjóðinn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Bill og Melinda Gates skildu fékk hún hlutabréf, að verðmæti mörg hundruð milljarða króna, í ýmsum fyrirtækjum í sinn hlut. Í heildina var verðmæti hlutabréfanna talið vera sem nemur um 880 milljörðum íslenskra króna. Nýlega seldi Melinda hluta af þessum bréfum eða fyrir sem nemur um 200 milljörðum íslenskra króna.

Forbes skýrir frá þessu. Hún er meðal annars sögð hafa selt hlutabréf í bílasölunni AutoNation fyrir sem svarar til um 60 milljarða króna. Hún á samt sem áður 4% hlut í fyrirtækinu. Hún seldi einnig hlutabréf í Canadian National Railway fyrir um 140 milljarða króna.

Ekki er vitað hvað hún ætlar að gera við peningana. Hún stofnaði fyrirtækið Pivotal Ventures 2015 en það einbeitir sér að samfélagslegum breytingum og hefur Melinda unnið mikið að því verkefni síðan hún skildi við Bill.

The Wall Street Journal skýrði frá því fyrr á árinu að Melinda væri hætt að gefa peninga í „The Bill and Melinda Gates Foundation“ sem hún og Bill stofnuðu saman og lofuðu að gefa megnið af peningum sínum. Sagði miðillinn að Melinda ætlaði nú að gefa peninga sína til annarra verkefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann