fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Lengjudeildin: Frábær endurkoma Fylkis í seinni hálfleik – HK vann Aftureldingu

Victor Pálsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 21:51

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram fjörugur leikur í Lengjudeild karla í kvöld er Fylkir og Grindavík áttust við í Árbænum.

Þessum leik lauk með 4-2 sigri Fylkis þar sem Emil Ásmundsson gerði tvö mörk fyrir heimaliðið og annað þeirra var stórbrotið eins og má sjá hér.

Guðjón Pétur Lýðsson komst þá á blað fyrir Grindavík en hann gerði mark sitt úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Hann kom til félagsins frá ÍBV nýlega.

Fylkir var 2-1 undir eftir fyrri hálfleikinn en tók öll völd á vellinum í þeim seinni og vann 5-2 sigur að lokum.

HK er enn á toppnum eftir leikina í kvöld en er aðeins með eins stigs forskot á Fylki.

Þar hafði HK betur með einu marki gegn engu og er með 34 stig á toppnum, einu stigi á undan Fylkismönnum.

Leiðinlegasti leikur kvöldsins var þá á milli Fjölnis og Kórdrengja en engin mörk voru skoruð þar.

Fylkir 5 – 2 Grindavík
1-0 Emil Ásmundsson (‘5)
1-1 Kairo Edwards-John (’12)
1-2 Guðjón Pétur Lýðsson (’24, víti)
2-2 Emil Ásmundsson (’51)
3-2 Birkir Eyþórsson (’64)
4-2 Benedikt Daríus Garðarsson (’67)
5-2 Arnór Gauti Jónsson (’88)

Afturelding 0 – 1 HK
0-1 Stefán Ingi Sigurðarson (’48)

Kórdrengir 0 – 0 Fjölnir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson