fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Lík eiginmannsins í baðkarinu og elskhuginn í skápnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 21:00

Heimili Freeman-hjónanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta byrjaði sem mjög venjulegur og rólegur dagur en skyndilega breyttist hann þegar Martha Freeman bankaði upp á hjá nágrannakonu sinni. Það var örvænting í augnaráði hennar þegar hún sagði að eiginmaður hennar hefði verið drepinn. Ekki nóg með það, því Martha sagði að morðinginn væri enn í húsinu.

Þetta gerðist 2005. Martha Freeman og eiginmaður hennar, Jeffrey, höfðu verið gift í rúmlega tíu ár. Þau bjuggu í Nashville í Bandaríkjunum ásamt hundinum sínum. Þau höfðu glímt við erfiðleika í hjónabandinu um langa hríð. Þau voru hætt að deila svefnherbergi og Martha hafði búið hjá vinum sínum um hríð.

Á þjóðhátíðardaginn 4. júlí hitti hún þrjá menn. Þau eyddu kvöldinu við drykkju og síðar sagðist hún hafa farið með þeim öllum á hótel í miðbæ Nashville þar sem hún stundaði kynlíf með þeim öllum.

Einn þeirra var Rafael DeJesus RochaPerez, 36 ára ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó. Martha hóf fljótlega ástarsamband við hann. Vegna tungumálaörðugleika ræddust þau við með aðstoð spænsk/enskrar raforðabókar. Þau notuðu gælunafnið „Snookums“ um hvort annað.

Sambandið varð fljótlega eldheitt og Martha laumaði Rafael inn í húsið sitt þegar Jeffrey var í vinnunni. Þau innréttuðu fataskápinn hennar, sem var tengdur við svefnherbergið hennar, sem íverustað fyrir Rafael.

Bjó í skápnum

Jeffrey vissi ekkert um Rafael og lifði sínu lífi heima þegar hann var ekki í vinnu. Þegar hann fór til vinnu á morgnana kom Rafael úr fylgsnum sínum og skötuhjúin stunduðu kynlíf.

Í rúman mánuð gekk þetta svona fyrir sig og hvorki Jeffrey né nágrannana grunaði nokkuð.

Rafael.

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona gekk þetta þar til kvöld eitt þegar Jeffrey heyrði háværar hrotur berast frá svefnherbergi Martha. Hún var annars staðar í húsinu þegar þetta gerðist svo hroturnar gátu ekki verið frá henni.

Jeffrey var viss um að eitthvað mikið væri að og æddi inn í herbergið til að kanna málið og fann þá Rafael.

Erfiðleikar í hjónabandinu

Jeffrey var þekktur fyrir að sinna starfi sínu af alúð. Hann rak eigið fyrirtæki sem sérhæfði sig í að kanna bakgrunn fólks sem var að sækja um vinnu. Hann fór yfirleitt til vinnu fyrir klukkan átta að morgni og vann til að verða sjö að kvöldi.

Martha var í hlutastarfi hjá fyrirtækinu en notaði mikið af tíma sínum til annast veika móður sína. Hún lést síðan og sagði Martha síðar að þá hafi henni farið að leiðast mikið og hún hafi farið að eyða meirihluta dagsins í að horfa á sjónvarpið.

Þau glímdu við erfiðleika í hjónabandinu en kvöldið sem Martha endaði í fyrsta sinn í faðmi Raphael höfðu þau ætlað að reyna að hressa upp á sambandið. Þau höfðu pantað sér hótelgistingu en eins og svo oft áður þá endaði kvöldið með háværum deilum. Jeffrey fór heim í reiði sinni en Martha hélt áfram að skemmta sér. Þá hitti hún Rafael og tvo vini hans og fór með þeim upp á hótelherbergi.

Martha.

 

 

 

 

 

Eftir þetta ákváðu hjónin að taka sér hlé frá hvort öðru. Þau leigðu herbergi til langs tíma á hóteli og Martha flutti inn í það. Rafael var þar meira og minna hjá henni en Martha varð að flytja út þegar sparifé hennar var uppurið.

Jeffrey lifði í voninni um að þau myndu ná saman á nýjan leik. Hann heimsótti Martha margoft á hótelið og kom ekki til deilna þeirra á milli. Hann hafði ekki hugmynd um að Rafael var í herberginu þegar hann var að ræða við eiginkonu sína.

Flutti heim

Þegar Martha hafði ekki lengur efni á að búa á hótelinu neyddist hún til að flytja aftur heim. Hún setti það sem skilyrði að það deildu ekki svefnherbergi. Með þessu gat hún haft Rafael hjá sér.

Lík Jeffrey fannst í svefnpoka. Svartur ruslapoki var yfir höfðinu. Martha þvertók fyrir að hafa myrt hann.

Hún sagði að Jeffrey hafi brugðið og reiðst þegar hann fann sofandi elskhuga hennar í fataskápnum. Hann krafðist þess að Martha pakkaði strax niður og hefði sig á brott ásamt Rafael. Hann fór síðan út með hundinn og sagði þeim að þau skyldu vera farin þegar hann kæmi aftur.

Göngutúrinn með hundinn var það síðasta sem hann gerði. Þegar hann kom aftur heim barði Rafael hann til bana. Martha var í öðru rými og heyrði eiginmann sinn berjast fyrir lífi sínu.

Í staðinn fyrir að tilkynna lögreglunni um málið ákvað Martha að fara út að viðra hundinn. Hún gaf sér góðan tíma til þess og fór síðan að versla. Hún hringdi einnig í tengdamóður sína og sagði henni að Jeffrey væri veikur og hefði því ekki getað hringt í hana.

Á meðan pakkaði Rafael líki Jeffrey inn og setti í baðkarið.

Það var ekki fyrr en 16 klukkustundum síðar sem Martha fór til nágrannans og sagði að Jeffrey hefði verið myrtur og að morðinginn væri enn í húsinu.

Trúðu henni ekki

Nágranninn hringdi samstundis í neyðarlínuna. Rafael lagði á flótta og faldi sig í mannlausu húsi sem var verið að gera upp. Lögreglan fann hann fljótlega og handtók án vandkvæða. Martha var einnig færð til yfirheyrslu.

Lögreglan lagði ekki trúnað á framburð Martha og fljótlega kom fram í máli hennar að hún hefði verið í næsta herbergi þegar Rafael barði Jeffrey til bana.

Martha og Rafael.

Skötuhjúin voru ákærð fyrir morð og voru bæði dæmd í ævilangt fangelsi. Þau geta sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað 51 ár af dómi sínum.

Byggt á umfjöllun TennesseanCNN og Murderpedia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu