fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Hvað er í gangi? Jörðin snýst hraðar en áður, eða hvað?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 21:00

Hverju komu Kínverjar fyrir á braut um jörðina? Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

29. júní 2022 kemst í sögubækurnar því þessi sólarhringur var sá stysti frá upphafi mælinga en þær hófust á sjöunda áratug síðustu aldar.

Eins og allir vita þá snýst jörðin einn heilan hring um sjálfa sig á 24 klukkustundum. Þannig er sólarhringur mældur. Svona hefur þetta verið í milljarða ára. En 29. júní síðastliðinn var sólarhringurinn 1.59 millisekúndum styttri en reiknað var með.

Þetta er hluti af þróun sem hefur átt sér stað síðustu árin. Það hefur færst í vöxt að sólarhringur mælist styttri en 24 klukkustundir. 2020 mældust 28 stystu sólarhringar síðustu 50 ára.  Það lá nærri að metið frá 29. júní síðastliðnum félli þann 26. júlí en þá vantaði 1.5 millisekúndur upp á sólarhringinn.

The Guardian segir að þegar horft sé til langs tíma sé að hægja á snúningshraða jarðarinnar. Fyrir 1.4 milljörðum ára var sólarhringurinn tæplega 19 klukkustundir. Að meðaltali eru sólarhringarnir að lengjast frekar en styttast eða um 1:74.000 hluta úr sekúndu á ári. Það er aðallega tunglið sem veldur þessu með þyngdarafli sínu en það togar  í jörðina og veldur sjávarföllum sem hægja á snúningi jarðarinnar.

Þegar horft er til skamms tíma þá er staðan aðeins flóknari og ekki hægt að segja að snúningshraðinn sé að hægja á sér. Margir þættir eiga hlut að máli, sumir bæta í snúning hennar en aðrir hægja á honum. Þetta eru til dæmis jarðarkjarninn, heimsálfurnar, heimshöfin og jöklar sem bráðna.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að sterkir vindar í tengslum við El Nino geti hægt á snúningnum og þannig lengt sólarhringinn um brot úr milli sekúndu. Jarðskjálftar geta haft öfug áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Í gær

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn