Ekki var hægt að koma konunni út úr húsinu eftir venjulegum leiðum en hún var í mikilli ofþyngd. Var því gripið til þess ráðs að reyna að koma henni út um þakglugga. Ætlunin var að setja hana í körfuna á körfubíl slökkviliðsins og slaka henni þannig niður á jörðina. Þetta höfðu bæði sjúkraflutningsmennirnir og slökkviliðsmennirnir gert áður þegar flytja þurfti konuna á sjúkrahús.
En þegar verið var að koma konunni út um gluggann misstu björgunarmennirnir takið á henni og hrapað hún marga metra til jarðar og lést.
Wolfgang Scheuerer, talsmaður slökkviliðsins, sagði í samtali við Bild svona atburður sé það síðasta sem björgunarmenn vilji að gerist, starf þeirra sé jú að aðstoða fólk og bjarga. Þetta sé mikill harmleikur.
Þeim sem var á vettvangi var boðin áfallahjálp og lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins.