fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Hörmulegur atburður – Slökkviliðsmenn misstu þunga konu þegar þeir voru að taka hana út um glugga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 09:00

Þýskir slökkviliðsbílar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörmulegur atburður átti sér stað í Sinzing, sem er nærri Regensburg í austurhluta Bæjaralands, síðasta föstudagskvöld. Þar höfðu slökkviliðsmenn verið kallaðir á vettvang til að aðstoða sjúkraflutningsmenn við að koma 75 ára konu á sjúkrahús.

Ekki var hægt að koma konunni út úr húsinu eftir venjulegum leiðum en hún var í mikilli ofþyngd. Var því gripið til þess ráðs að reyna að koma henni út um þakglugga. Ætlunin var að setja hana í körfuna á körfubíl slökkviliðsins og slaka henni þannig niður á jörðina. Þetta höfðu bæði sjúkraflutningsmennirnir og slökkviliðsmennirnir gert áður þegar flytja þurfti konuna á sjúkrahús.

En þegar verið var að koma konunni út um gluggann misstu björgunarmennirnir takið á henni og hrapað hún marga metra til jarðar og lést.

Wolfgang Scheuerer, talsmaður slökkviliðsins, sagði í samtali við Bild svona atburður sé það síðasta sem björgunarmenn vilji að gerist, starf þeirra sé jú að aðstoða fólk og bjarga. Þetta sé mikill harmleikur.

Þeim sem var á vettvangi var boðin áfallahjálp og lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut