fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 19:00

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Nanchong í Kína er nú að rannsaka mál kínverska áhrifavaldsins Tizi sem birti nýlega myndband af sér þar sem hún sést steikja og borða hvíthákarl.

„Þetta lítur kannski út fyrir að vera grimmdarlegt en kjötið er í raun mjög meyrt,“ segir Tizi á upptökunni þar sem hún sést rífa stóra bita af kjöti dýrsins.

Myndbandinu hefur nú verið eytt að sögn The Guardian sem segir að í því sjáist Tizi taka umbúðir utan af hákarlinum, sem var tveggja metra langur, og leggjast við hliðina á honum til að sýna stærð hans. Dýrið var síðan skorið í tvennt, lagt í kryddlög og grillað. Hausinn var notaður til að elda súpu.

Hvíthákarlar eru tegund í viðkvæmri stöðu samkvæmt skráningu the International Union for Conservation of Nature. Næsta stig fyrir neðan er fyrir þau dýr sem eru í útrýmingarhættu.

Hvíthákarlar eru friðaðir samkvæmt kínverskum lögum og liggur 5 til 10 ára fangelsi við því að vera með hvíthákarl í sinni vörslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Unglingur missti fótlegg í hákarlaárás

Unglingur missti fótlegg í hákarlaárás
Pressan
Í gær

Segir að svona sé hægt að koma upp um framhjáhald makans – Næstum allir nota sömu afsökunina

Segir að svona sé hægt að koma upp um framhjáhald makans – Næstum allir nota sömu afsökunina
Pressan
Í gær

Svarti sauðurinn í norsku konungsfjölskyldunni: Hnífur í vegg og ásakanir um heimilisofbeldi

Svarti sauðurinn í norsku konungsfjölskyldunni: Hnífur í vegg og ásakanir um heimilisofbeldi
Pressan
Í gær

Viðtal Musk við Trump vekur furðu – Smámæltur frambjóðandi, ítrekaðar rangfærslur og Kamala Harris líkt við eiginkonu Trump

Viðtal Musk við Trump vekur furðu – Smámæltur frambjóðandi, ítrekaðar rangfærslur og Kamala Harris líkt við eiginkonu Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju fáum við hlaupasting?

Af hverju fáum við hlaupasting?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Húðflúraði nafn fórnarlambsins á enni morðingjans og barnaníðingsins

Húðflúraði nafn fórnarlambsins á enni morðingjans og barnaníðingsins