fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Deilur um kaldar franskar kartöflur enduðu með morði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörmulegur atburður átti sér stað á McDonald‘s veitingastað í Brooklyn í New York á mánudaginn. Þar enduðu deilur um kaldar franskar kartöflur með því að starfsmaður var skotinn til bana.

New York Post skýrir frá þessu. Allt hófst þetta með að Lisa Fulmore pantaði mat fyrir fjölskylduna heiman frá sér. Þegar hún kom að sækja matinn var hún ekki sátt við það sem hún fékk. „Frönsku kartöflurnar voru kaldar svo ég bað stúlkuna um að láta mig fá nýjar. Hún gekk að frönsku kartöflupottinum og stóð við hann í kannski tíu sekúndur og kom aftur með franskar, svo ég hugsaði með mér að ég hefði fengið nýjar franskar,“ sagði hún.

En svo áttaði hún sig á að þær voru kaldar. Hún fór því aftur á veitingastaðinn til að kvarta. „Ég spurði hvort ég hefði fengið sömu frönsku kartöflurnar, þar sem einni eða tveimur hefði verið skipt út. Þá byrjuðu þau að hlæja að mér eins og þetta væri eitthvað fyndið,“ sagði hún.

Upp úr þessu hófust heitar umræður á milli Lisa og starfsfólksins. Sonur hennar dróst inn í þessar umræður en hann hringdi í móður sína á meðan á þessu stóð. Lisa sagði honum að verið væri að hafa hana að fífli á veitingastaðnum. Sonurinn brást við þessu með því að koma á staðinn til að hjálpa henni. „Þið skuluð halda ykkur frá móður minni,“ sagði hann og bað síðan einn starfsmanninn um að koma út. Starfsmaðurinn hafði ekki áhuga á því. Síðan bað Lisa son sinn um að fara í burtu og gerði hann það. En hann kom síðan aftur og var þá vopnaður.

Starfsmaður elti hann þá og skömmu síðar heyrði Lisa skot. Sonurinn hafði þá skotið starfsmanninn, ungan pilt sem lést af völdum áverka sinna.

Sonur Lisa er nú í haldi lögreglunnar. Hann er vel þekktur hjá lögreglunni vegna þjófnaða og líkamsárása.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin