fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Þjófnaður og skemmdarverk í Drangsnesi – Listaverk Mireyu eyðilagt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 18:00

Myndin sýnir einn bronsdropann. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarverk eftir Mireyu Samper í kringum heitu pottana á Drangsnesi á Vestfjörðum hefur orðið þjófnaði og skemmdarverkum að bráð. Verkið samanstendur af steyptum bronsdropum, 18 talsins, og hafa 10-12 þeirra verið fjarlægðir en allir droparnir losaðir frá flötum sínum og færðir úr stað.

Vefurinn strandir.is greinir frá þessu en Mireya ræddi við DV og sagði aðspurð að kostnaðurinn við aðföng í verkið, með ferðakostnaði inniföldum, hlaupi á hundruðum þúsunda. Hún gerir sér enga grein fyrir því hvort einn eða fleiri hafi verið að verki en ljóst sé að einbeittur brotavilji sé að baki því án hans hefðu droparnir ekki losnað. „Einhver eða einhverjir hafa haft fyrir því að losa dropana því þeir eru límdir með steinlími. Þetta er samt lítill snertiflötur og því ekkert mál að losa þá með einbeittum brotavilja,“ segir Mireya.

Mireya Samper. Mynd: Ómar Sverrisson

Erfitt er að meta verðvildi verksins þar sem Mireyja hugðist gefa hreppnum dropana. Þeir eru viðbót við eldra verk hennar á staðnum, sem er grjótið í kringum pottana. „Þetta var díalógur við það drama og ég ætlaði bara að gefa hreppnum þetta,“ segir hún. „Þetta er hins vegar klárlega fjárhagslegt tjón.“

Mireya staðfestir að Finnur Ólafsson, oddviti Kaldaneshrepps hafi kært málið til lögreglu. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hvar bronsdroparnir eru niðurkomnir mega gjarnan hafa samband við Mireyu í síma 698-5973 eða í gegnum netfangið mireya@mireya.is. Einnig má hafa samband við Finn Ólafsson í síma 775 3377.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans