Mauricio Pochettino neitar því að Kylian Mbappe hafi látið reka hann hjá Paris Saint-Germain eftir breytingar í sumar.
Það var mikið talað um það að Mbappe hafi viljað fá Pochettino burt en hann skrifaði sjálfur undir nýjan samning í París og fær nú að ráða mun meiru innan herbúða félagsins.
Christophe Galtier var ráðinn til starfa eftir brottrekstur Pochettino sem er ekki á því máli að Mbappe hafi staðið á bakvið ákvörðunina.
,,Það sem ég held er að PSG hefur gert allt mögulegt til að halda Kylian hjá félaginu og ég verð að vera sammála því,“ sagði Pochettino.
,,Hann er einn besti knattspyrnumaður heims og ég tel að PSG, sem er með fjármagnið til að halda honum, hafi sannfært hann. Ég tel þó ekki að hann standi á bakvið nýja verkefnið sem leysti mig af störfum.“
,,Það er undir þeim sem ráða hjá félaginu komið, að þessu sinni forsetanum sem taldi að ný byrjun væri best fyrir liðið.“