Gini Wijnaldum er við það að ganga í raðir Roma á láni frá Paris Saint-Germain.
Miðjumaðurinn fór til PSG á frjálsri sölu frá Liverpool síðasta sumar. Það gekk þó ekki eins og vonast hafði verið eftir á hans fyrsta ári í frönsku höfuðborginni.
Því virðist nú sem svo að hann sé á förum. Ætlar Jose Mourinho, stjóri Roma, að taka hann til sín á láni.
PSG ætlar þess í stað að krækja í Renato Sanchez, miðjumann Lille, til að leysa hinn hollenska Wijnaldum af hólmi.
Roma hafnaði í sjötta sæti Serie A á Ítalíu á síðasta tímabili. Þá vann liðið einnig Sambandsdeild UEFA, fyrsta allra.
Gini Wijnaldum is finally set to sign with AS Roma! Agreement reached as green light just arrived from Paris Saint-Germain on loan move. Time for documents, here we go soon 🚨🟡🔴 #ASRoma
PSG are prepared to close on Renato Sanches after Wijnaldum departure. pic.twitter.com/U04IxnUBCa
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 2, 2022